Sækja um vinnu

Orka ehf er lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem ríkir góður starfsandi og sterk liðsheild. Hjá Orku starfa um 30 starfsmenn með fjölbreyttan bakgrunn. Lögð er rík áhersla á að starfsmenn eigi þess kost að eflast og þróast í starfi.

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi umhverfi. Lögð er rík áhersla á jákvæð samskipti og samvinnu ásamt því að viðkomandi falli vel að góðri liðsheild fyrirtækisins. Við vinnum saman að því alla daga að veita framúrskarandi þjónustu til okkar viðskiptavina.

Hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til þess að sækja um.

Vinnutími er virka daga frá 08:00 – 17:00.

Lagerstarf

Starfs- og ábyrgðarsvið:

  • Tiltekt og afgreiðsla á pöntunum
  • Móttaka og frágangur á vörum
  • Samskipti og þjónusta við viðskiptavini
  • Lakkframleiðsla
  • Önnur almenn störf á lager

Hæfniskröfur:

  • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
  • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi, jákvæðni og heiðarleiki í starfi
  • íslenskukunnátta og enskukunnátta æskileg
Sækja um