Bílrúður

Bílrúður

Að skipta um bílrúðu

Þegar sprunga er komin í rúðuna þá heldur hún líklegast áfram að stækka þangað til skipt er um rúðuna. Þá er um að gera að panta tíma hjá okkur á netinu eða hringja í síma 586-1900 og bóka tíma í bílrúðuskipti. Við sjáum um að tilkynna tjónið til tryggingarfélags sem viðkomandi er í.

Gott er að koma með bílinn til okkar milli 8-9 um morguninn þegar við opnum og færð þú bílinn til baka um 4 leytið seinnipart dags. Þegar bílinn er sóttur þarf eigandinn að borga sjálfsábyrgð sem er 15-20% af heildar reikning, fer eftir því í hvaða tryggingarfélagi viðkomandi er í.

Að gera við bílrúðu

Orka ehf  býður upp á þá þjónustu að gera við skemmdar rúður. Ef skemmdin er minni en 100kr peningur eru góðar líkur á að hægt sé að gera við hana. ekki er heimilt að gera við skemmd sem er í sjónlínu ökumanns, heldur skal skipt um rúðuna í slíkum tilfellum. Orka ehf metur hvort hægt sé að gera við skemmdina.

Framrúðuviðgerð er varanlegur kostur þar sem loft er dregið út úr skemmdinni og hún fyllt með herðanlegu efni. Aðgerðin bindur glerið saman og kemur í veg fyrir að skemmdin breiði úr sér.

Fyrst er borað í skemmdina til að greiða vegin fyrir viðgerðarefnunum, næst er loft dregið úr skemmdinni, líminu þrýst í skemmdina svo er fyllir settur yfir viðgerðina og svo skafinn í burtu á endanum svo er massað yfir  viðgerðina.

Tryggingartaki greiðir 15% af eigin áhættu af heildarkostnaði ef skipta þarf um rúðu. Ef gert er við rúðuna er það tryggingartaka að kostnaðarlausu því engin eigin áhætta er á framrúðuviðgerðum.

Myndband um rúðuviðgerðir