Bílalakk

Bílalakk

Orka ehf flytur inn lakkefni fyrir bíla frá fyrirtæki í Þýskalandi sem heitir MIPA  er það staðsett í Bæjaralandi rétt við Munchen. Þetta er nett fjölskyldu  fyrirtæki sem er samt orðið þriðja  stærsta lakk framleiðandi bílalakks í Þýskalandi. Orka ehf flytur inn aðallega tvær lakk línur frá MIPA annars vega hreina liti sem ekki þarf að glær lakka og hins vegar liti sem þarf að glær lakka yfir bæði vatnsleysanleg  og  þynnisleysanleg.

Það sem hafa þarf í huga þegar litur er valinn er að í flestum bílum er litanúmer sem vísar í litinn á bílnum. Með þetta númer í höndunum er auðvelt að finna rétta litinn, einnig hafa bílaumboðin í sínum skrám litanúmerið. Einnig er hægt að litgreina liti í sérstöku tæki hjá Orku ehf ef allt annað þrýtur.

MIPA framleiðir einnig  mjög breiða línu af allskonar iðnaðar lökkum sem við hjá Orku ehf höfum flutt inn fyrir viðskiptavini sér pantað.

Orka ehf flytur inn frá Portúgal sandpappír fyrir bílaverkstæði, bæði réttingar og málningar verkstæði.

Ýmis smur og hreinsiefni flytur Orka ehf einnig inn frá KENT í Englandi. Hafa þeir mjög breiða línu í sínu vöruvali.

Massa og bónefni er líka hægt og fá hjá Orku ehf frá fyrirtæki sem heitir RIWAX og  er  í Sviss